beautypg.com

Góð ráð við matvinnslu – KITCHENAID ARTISAN 5KFPM770 User Manual

Page 330

background image

Íslensk

a

19

Góð ráð við matvinnslu

Til að sneiða hrátt kjöt eða
fuglakjöt, eins og fyrir austurlenska
matargerð:

Skerið matvælin eða rúllið þeim upp
svo þau passi í ílagsopið. Pakkið
matvælunum og frystið þau þar til þau
eru hörð viðkomu, 30 mínútur til 2
klst., eftir þykkt. Athugið að hægt sé að
stinga í matvælin með beittum hníf. Ef
ekki skal láta þau þiðna lítillega. Vinnið
með því að nota jafnan þrýsting.

Til að sneiða soðið kjöt eða
fuglakjöt, eins og salami,
pepperoni o.fl.:

Matvælin ættu að vera vel kæld. Skerið
í bita sem passa í ílagsopið. Vinnið með
því að nota þéttan, jafnan þrýsting.

Til að rífa þéttan og mjúkan ost:

Þéttur ostur ætti að vera vel kældur. Til
að ná sem bestum árangri með mjúkan
ost, svo sem mozzarella, skal frysta
hann í 10 til 15 mínútur áður en hann
er unninn. Skerið svo passi í ílagsopið.
Vinnið með því að nota jafnan þrýsting.

Til að skera eða rífa perulaga mat
eins og sætar kartöflur, eggaldin og
kúrbít:

Setjið matinn á hliðina þannig að stærri
endinn sé vinstra megin við ílagsopið
þegar staðið er fyrir framan vélina.
Vinnið matinn með jöfnum þrýstingi á
troðarann.

Til að skera eða rífa ávexti og
grænmeti sem er langt og mjótt,
eins og blaðselja, gulrætur og
bananar:

Nota skal minna ílagsrörið í tveggja
hluta troðaranum. Setjið matinn lóðrétt
í rörið með minni endann á undan
þannig að sveri endinn vinnist
síðast. Notið minni troðarann til
að vinna matinn.

NOTKUN DEIGBLAÐSINS

Deigblaðið er sérhannað
til að hræra og hnoða
gerdeig fljótt og vel. Best

er að hnoða ekki í uppskriftir með meira
en 250 til 375 gr (2-3 bolla) af hveiti.

NOTKUN
EGGJAÞEYTARA

Til að gera mjúkan
eggjahvítumarens:

Látið 3 eggjahvítur og ¼ teskeið af
cream of tartar í vinnsluskálina með
þeytispaðanum í. Vinnið þar til freyðir,
um 30 til 45 sekúndur. Hafið vélina í
gangi og bætið smám saman við 40 gr
(¹/³ bolla) af sykri gegnum litla ílagsopið.

Vinnið þar til stífir toppar myndast, um
2½ til 3 mínútur. Stöðvið vélina eftir
þörfum til að aðgæta áferð hrærunnar.

Til að þeyta rjóma:

Setjið rjóma í vinnsluskálina með
þeytispaðanum í. Vinnið í 30 sekúndur.
Hafið vélina í gangi og bætið við 2
matskeiðum af flórsykri gegnum litla
ílagsopið. Vinnið þar til mjúkir toppar
myndast, um 30 til 40 sekúndur.
Stöðvið vélina eftir þörfum til að aðgæta
áferð hrærunnar. Hafið vélina í gangi og
bætið ½ teskeið af vanilludropum, ef
vill, gegnum litla ílagsopið. Vinnið þar
til allt er vel þeytt. Gætið þess samt að
ofvinna ekki.