Fylgihlutir – KITCHENAID ARTISAN 5KFPM770 User Manual
Page 317
Íslensk
a
6
Fylgihlutir
Hlíf á vinnsluskál með sérlega víðu
ílagsopi
Þetta sérlega víða ílagsop er eitt hið
stærsta á markaðnum og tekur við
stórum hlutum – svo sem tómötum,
gúrkum og kartöflum – sem þarf aðeins
lítillega að hluta í sundur.
Tvískiptur troðari
Þegar unnið er með litla bita skal taka
litla troðarann innan úr þeim stóra.
Auðvelt er að vinna kryddjurtir, hnetur,
stakar gulrætur og sellerístöngla með
litla troðaranum.Litli troðarinn er einnig
hentugur til að mæla 115 gr skammta.
2,8 lítra vinnsluskál
Skálin er úr sterku pólýkarbónat-plasti
og ræður vel við stóra skammta.
Kokkaskál
Komið 2,4 lítra kokkaskálinni fyrir ofan
í vinnsluskálinni, sneiðið eða rífið eina
matvælategund og vinnsluskálin helst
hrein fyrir aðra tegund.
Lítil skál og lítið blað
950 ml skálin og blað úr ryðfríu stáli
eru tilvalin til að skera niður og hræra
smærri skammta.
Fínn (2 mm) sneiðdiskur
Þessi diskur sker u.þ.b. 1,6 mm
sneiðar úr flestum matvælum, allt frá
viðkvæmum jarðarberjum til hálf-frosins
kjöts.
Meðalfínn (4 mm) sneiðdiskur
Þessi diskur sker u.þ.b. 3,2 mm sneiðar
úr flestum matvælum.
Meðalfínn (4 mm) rifdiskur
Diskurinn rífur u.þ.b. 3,2 mm ræmur úr
flestum þéttum ávöxtum, grænmeti og
osti.
Stöng til að festa diska og blöð
Stöngin festist ofan á snúningsásinn á
vélinni og undir blöð og diska.
Fjölnota blað úr ryðfríu stáli
Fjölnota blað sem sker, hakkar, blandar,
hrærir og maukar á nokkrum sekúndum.
Deigblað
Deigblaðið er sérhannað til að hræra og
hnoða gerdeig.
Eggjaþeytari
Eggjaþeytarinn þeytir hratt rjóma og
eggjahvítur fyrir marens, frauð og
eftirrétti.
Sítrónupressa
Sítrónupressan
samanstendur af
sigti, tvískiptri keilu,
og stilliarmi. Notið
lausu ytri keiluna fyrir
stærri ávexti eins og
greipaldin
og innri keiluna fyrir
sítrónur og súraldin.
Þrælsterk grunnvél
Á vélinni eru stillingarnar „O“ (slökkt),
„I“ (kveikt), og „Pulse“ (púls) hnappar
ásamt snúningsásnum sem snýr diskum
og blöðum.
Sleif/sleikja
Sérstök lögun auðveldar að fjarlægja
matarleifar úr skálum, af blöðum og
diskum.
Fylgihlutaaskja kokksins
Fallega hönnuð, endingargóð og
fyrirferðarlítil askja
sem geymir og
ver diska, blöð og
fylgihluti.