Notkun matvinnsluvélarinnar, Íslensk a – KITCHENAID ARTISAN 5KFPM770 User Manual
Page 323
Íslensk
a
12
Notkun matvinnsluvélarinnar
Fyrir notkun
Gangið úr skugga um að vinnsluskálin,
blöðin og hlífin á skálinni séu rétt saman
sett og komið fyrir á vélinni áður en
matvinnsluvélin er tekin í notkun (sjá
„Matvinnsluvélin undirbúin fyrir notkun“
sem byrjar á bls. 7).
Öryggislás á troðara
Troðarinn er hluti af öryggiskerfi
vélarinnar. Matvinnsluvélin gengur ekki
nema troðarinn sé settur í ílagsopið að
merkinu um hámarksmagn.
Merki um hámark vökvamagns
Þetta strik í vinnsluskálinni
sýnir hámarksmagn vökva sem
matvinnsluvélin getur unnið í einu.
Að kveikja („I“) og slökkva („O“) á
matvinnsluvélinni
1. Styðjið á „I“ hnappinn til að setja
matvinnsluvélina í gang. Vélin
gengur þá samfellt og ljós kviknar á
stjórnborðinu.
2. Styðjið á „O“ hnappinn til að slökkva
á vélinni. Ljósið á stjórnborðinu
slökknar og sjálfvirk bremsa stöðvar
blaðið eða diskinn innan nokkurra
sekúndna.
3. Bíðið þar til blaðið eða diskurinn
hefur stöðvast alveg áður en hlífin er
tekin af vinnsluskálinni. Athugið að
slökkva á matvinnsluvélinni áður en
hlífin er tekin af vinnsluskálinni eða
vélin tekin úr sambandi.
ATHUGIÐ: Fari vélin ekki í gang þarf að
athuga vel hvort vinnsluskálin og hlífin
séu rétt festar á vélina og troðarinn
hafi verið settur í ílagsopið að merkinu
um hámarksmagn (sjá „Matvinnsluvélin
undirbúin fyrir notkun“ sem byrjar á
bls. 7).
I
O
Pulse