Lenovo A8-50 Tablet User Manual
Page 162
Mikilvægar upplýsingar varðandi öryggi og meðhöndlun
161
Tengi fyrir heyrnartól á tækinu þínu er í samræmi við EN 50332-2 undirgrein 7. Þessi forskrift
takmarkar hámark raunbreiðbandspennu tækisins við 150 mV. Til að aðstoða við vernd gegn
heyrnarskerðingu, tryggið að heyrnartól eða eyrnatól sem þú notar uppfylli einnig EN 50332-2
(Grein 7 mörk) fyrir einkennandi breiðbandsspennu 75 mV. Notkun á heyrnartólum sem eru
ekki í samræmi við EN 50332-2 getur verið hættuleg vegna of mikils hljóðþrýstings.
Ef tækið kom með heyrnartól eða eyrnatól í pakkanum, sem sett, uppfylla heyrnartól eða
eyrnatól og tækið nú þegar forskriftir EN 50332-1. Ef önnur heyrnartól eða eyrnatól eru notuð,
gangið þá úr skugga um að þau sйu н samræmi við EN 50332-1 (grein 6.5 takmörkunargildi).
Notkun á heyrnartólum sem eru ekki í samræmi við EN 50332-1 getur verið hættuleg vegna of
mikils hljóðþrýstings.
Viðvörun varðandi hljóðþrýsting
Fyrir tæki sem er prófað í samræmi við EN 60950-1:
2006+A11:2009:+A1:2010+A12:2011, er það skylda að framkvæma hljóðpróf samkvæmt
EN50332.
Þetta tæki hefur verið prófað til að vera samhæft kröfum varðandi stig hljóðstyrks, sem kveðið
er á um í gildandi EN 50332-1 og/eða EN 50332-2 stöðlum. Varanlegt heyrnartap getur orðið ef
heyrnartól eða eyrnatól eru notuð á háum hljóðstyrk í langan tíma.
Viðvörunaryfirlýsing
Hlustið ekki með miklum hljóðstyrk um lengri tíma til að koma í veg fyrir hugsanlegan
heyrnarskaða.
Sýnið aðgát þegar verið er að nota tækið þitt í ökutæki eрa б reiðhjóli
Settu þitt eigið öryggi og öryggi annarra í forgang. Fylgið lögunum. Lög og reglugerðir gætu
stýrt því hvernig þú getur notað hreyfanleg rafeindatæki, svo sem tækið þitt, á meðan þú ert að
aka vélknúnu ökutæki eða hjóla á reiðhjóli.
Fargið í samræmi við staðbundin lög og reglugerðir
Þegar tækið nær lokum nýtingartíma sínum, ekki mylja, brenna, sökkva í vatn, eða ráðstafa
tækinu á nokkurn hátt í bága við gildandi lög og reglugerðir. Sumir innri hlutar innihalda efni
sem geta sprungið, lekið eða haft neikvæð umhverfisáhrif ef fargað á rangan hátt.